Fréttir

1. desember 2005

Vefmyndavél í miðbæ Ísafjarðar

Gengið hefur verið frá tengingu á vefmyndavél sem komið hefur verið fyrir í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og sést úr henni yfir á Silfurtorg í miðbænum.


1. desember 2005

ADSL í Hnífsdal

Íbúar í Hnífsdal geta nú glaðst yfir því að nú er hægt að fá ADSL-tengingar í Hnífsdalnum. Starfsmenn Snerpu veita fúslega allar frekari upplýsingar í síma 520-4000 eða í tölvupósti á [email protected]


24. janúar 2005

Snerpa býður frítt niðurhal á ADSL

Snerpa hefur ákveðið að bjóða notendum í ADSL-þjónustu upp nýja netþjónustu sem ber nafnið Frítt niðurhal
Grunnþjónustan kostar einungis 4.000 kr. á mánuði og í henni verður innifalin sama þjónusta og annarri ADSL-þjónustu auk þess sem notendur fá fría útlandaumferð.


24. nóvember 2004

Frítt niðurhal!

Á morgun, 25. nóvember verður Snerpa 10 ára. Í tilefni af því ætlar Snerpa að bjóða netáskrifendum sínum upp á frítt niðurhal á netumferð dagana 27.-28. nóvember. 


23. nóvember 2004

Sjónvarp yfir ADSL

Vegna frétta af því að Síminn er að hefja sjónvarpsdreifingu yfir ADSL hefur borist töluvert af fyrirspurnunum um þjónustuna.


11. nóvember 2004

Aukin afköst á örbylgjuneti Snerpu

Ákveðið hefur verið að auka afköst á örbylgjuneti Snerpu. Í boði hafa verið tveir hraðar, 256 kbps og 512 kbps. 256 kbps hraðinn verður áfram í boði en 512 kbps hraðinn verður aukinn í 768 kbps.



Upp