Vel heppnuð þátttaka á Agora
Snerpa var eitt þeirra 134 fyrirtækja sem tók þátt í hátæknisýningunni Agora í Laugardalshöll í vikunni. Sýnendur lögðu áherslu á kynningu hugbúnaðarlausna, bæði innlendra sem erlendra en af hálfu Snerpu fór fram viðamikil kynning á þeim hugbúnaðarkerfum sem Snerpa hefur verið með í þróun undanfarin tvö ár.