Fréttir

2. desember 2000

2X ISDN truflanir

Notendur Snerpu sem nota eða geta notað tvöfalt ISDN samband hafa átt í erfiðleikum sl. tvo daga við að tengjast. Lengi vel héldum við að þetta tengdist bilun sem kom upp í auðkenningarþjóni Snerpu en eftir að málið hafði verið kannað rækilega kom í ljós að bilunin er hjá Landssímanum.


20. nóvember 2000

Fyrsta kerfisleiguverkefnið

Snerpa hefur tekið að sér að reka netþjón fyrir MarStar sem er samskiptakerfi fyrir póstsendingar yfir þráðlaus fjarskiptakerfi og er þróað af Netverki hf. Netþjónninn verður rekinn með sk. kerfisleigufyrirkomulagi og var gangsettur í síðustu viku.


16. nóvember 2000

ATM-samband í fulla notkun

ATM-gátt Snerpu er nú komin í fulla notkun en hún hefur verið keyrð undanfarið á prófunarfasa með einungis lítinn hluta af samböndum.


15. nóvember 2000

Vefsíur fyrir innhringinotendur

Snerpa býður nú, fyrst íslenskra netþjónustufyrirtækja, notendum sínum upp á valsíður. Á valsíðunum geta notendur notfært sér ýmsar sérþjónustur og fer þar fremst vefsía Snerpu, sk. INfilter en vefsían er þróuð af Snerpu og hefur verið í notkun hjá nokkrum aðilum, þar á meðal þeim grunnskólum sem tengjast Snerpu síðastliðið ár.


28. október 2000

Tölvunámskeið á Hólmavík

Nú um helgina er Tölvuskóli Snerpu með byrjendanámskeið á Hólmavík. Ákváðu tíu Hólmvíkingar að setjast á skólabekk þessa helgi.


25. október 2000

SkjáVarp flytur Skjá Einn vestur

Tölvu-og netþjónustan Snerpa og SkjáVarp hf. hafa gert með sér samstarfssamning um að Snerpa verði umboðs- og þjónustuaðili SkjáVarps á Ísafirði.



Upp