K-rótarþjónn settur upp á Íslandi
Þann 14. október sl. luku RIPE NCC (Réseaux IP Européens Network Coordination Centre) og Internet á Íslandi hf. (ISNIC) við að setja upp spegileintak ("mirror instance") af einum af rótarnafnaþjónum Netsins.
Þann 14. október sl. luku RIPE NCC (Réseaux IP Européens Network Coordination Centre) og Internet á Íslandi hf. (ISNIC) við að setja upp spegileintak ("mirror instance") af einum af rótarnafnaþjónum Netsins.
Snerpa og Radiomiðun hafa nú hafið rekstur á þjónustunni Flotavakt, sem er sjálfvirk sending á staðarákvörðunum skipa til Vaktstöðvar siglinga. Þessi þjónusta er í boði fyrir þau skip sem nota INmobil samskiptabúnaðinn.
Háskólinn í Tromsö í norður-Noregi, sem skipuleggur ráðstefnuna „The new Nordic Periphery, Municipal Learning through Local Innovations“ hefur boðið Snerpu að senda fulltrúa sinn á ráðstefnuna.
Tölvuþjónustan Snerpa á Ísafirði hefur sett upp til reynslu fyrsta heita reitinn á Ísafirði og er hann á veitingahúsinu Langa Manga.
Nú er tækifærið! Sítengdir netnotendur Snerpu fá þrefalt niðurhal í júlí í tilefni af því að Snerpa er nú að ljúka við tengingar á Reykhólum en að þeim loknum geta netnotendur á öllum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum tengst Snerpu með sítengingu, annað hvort á örbylgjuneti Snerpu eða með ADSL.
Undanfarna daga hefur aukist mjög dreifing á tölvuorminum Sober.G og vegna þess hefur álag á tölvupósthús og veiruvarnir aukist mjög mikið.