Breyttur opnunartími.
Jæja þá er komið að því, Snerpa hefur bæst í þann hóp fyrirtækja sem hefur opið í hádeginu. Frá og með 1. desember síðastliðnum þá fór Snerpa að hafa opið í hádeginu alla virka daga.
Jæja þá er komið að því, Snerpa hefur bæst í þann hóp fyrirtækja sem hefur opið í hádeginu. Frá og með 1. desember síðastliðnum þá fór Snerpa að hafa opið í hádeginu alla virka daga.
Föstudaginn 7 desember verður Snerpa ehf. með kynningu á tölvubúnaði frá HP, ásamt sítengingu við Internet.
Í dag er verið að steypa í Snerpu. Undanfarið hefur verið í smíðum sérstakur eldtraustur vélasalur undir tölvubúnaðinn sem notaður er til að veita Internetþjónustu.
Nýverið lauk forritunardeild Snerpu við að setja upp nýja vefverslun. Þessi verslun er á slóðinni www.tonaflod.is og er hún byggð á INshop vefverslunarkerfi Snerpu.
Eins og notendur hafa kannski tekið eftir þá er Snerpa komin með nýtt símanúmer. Nýja símanúmerið er 520-4000 og fax númerið er 520-4009.
Síðastliðinn sólarhring hafa verið miklar rafmagnstruflanir á Vestfjörðum. Snerpa hefur ekki farið varhluta af því og hefur rafmagn verið að koma og fara undanfarinn sólarhring.