INform - íslensk hugbúnaðarlausn
Tölvufyrirtækið Snerpa ehf, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun kynna fjölmiðlum og fyrirtækjum samstarfsverkefni í vöruþróun sem ber heitið INform upplýsingakerfið. Kynningin fer fram miðvikudaginn 14.mars kl. 16:00 - 17:30 á efstu hæð í Húsi Verslunarinnar í Reykjavík.