Fréttir

25. september 2001

Grunnskóli Súðavíkur fær fasta tengingu

Í gær var gengið frá fastlínusambandi fyrir Grunnskóla Súðavíkur. Grunnskólinn í Súðavík er annar grunnskólinn á Vestfjörðum sem fær sítengingu utan Ísafjarðar en sl. vetur var grunnskólinn í Bolungarvík tengdur með sítengingu. Jafnframt er komið í pöntun fastlínusamband á Hólmavík en grunnskólinn þar verður væntanlega næstur í samband.


7. september 2001

Stöðvum keðjubréf!

Nú er á ferð um landið keðjubréf sem skorar á fólk að senda ungum dreng, Steve Detry, í Belgíu nafnspjald svo hann komist í heimsmetabókina. En hver er sannleikurinn um keðjubréfin og afhverju vill Steve Detry að keðjubréfið verði stöðvað? Lesið allt um það hér.


28. ágúst 2001

Stækkun á sambandi til Bolungarvíkur

Víðnetssamband Snerpu til Bolungarvíkur var í morgun stækkað í 512 kbps. Með þessu stækkar flutningsgeta Snerpu til Bolungarvíkur fjórfalt en sambandið var áður 128 kbps.


31. júlí 2001

Snerpa og Síminn gera með sér samstarfssamning

Tölvu- og netfyrirtækið Snerpa á Ísafirði verður umboðssöluaðili þjónustu frá Landssímanum samkvæmt samningum sem undirritaðir voru milli fyrirtækjanna í dag. Um er að ræða þrjá aðskilda samninga, sem fela m.a. í sér að Snerpa selur símaáskriftir sem og ISDN grunn- og stofntengingar ásamt ADSL-tengingum frá Símanum. Síminn hefur undanfarið gengið til samninga við fyrirtæki sem selja tæknibúnað í því augnamiði að fjölga möguleikum viðskiptavina sinna og hefur Snerpa nú bæst í hópinn.


26. júlí 2001

Radíómiðun velur AVP

Radíómiðun hf í Reykjavík hefur valið AVP sem veiruvörn fyrir sig. ,,Undanfarið hefur mikið borið á nýjum veirum og var kominn tími til þess að fá veiruvarnir sem uppfæra sig sjálfar og eru með nýjar uppfærslu á hverjum degi, undanfarna daga þegar nýjar veirur hafa verið að skjóta upp kollinum þá erum við öruggari" sagði Helgi Reynisson umsjónarmaður tölvumála hjá Radíómiðun hf.



Upp